Verðmæti útfluttra fiskafurða frá Noregi á nýliðnu ári nam 75 milljörðum norskra króna eða jafnvirði 1.230 milljarða íslenskra króna miðað við meðalgengi ársins. Þetta er nýtt met og varð bæði aukning í eldisfiski og villtum fiski. Aukningin nemur um 100 milljörðum íslenskra króna.

Eldisfiskurinn gaf jafnvirði 820 milljarða íslenskra króna og villti fiskurinn 410 milljörðum ISK.  Þrátt fyrir að dregið hafi úr þorskafla um 20% mun verðmæti útfluttra þorskafurða hafa aukist um rúm 10% vegna hækkandi verðs. Þorskurinn gaf alls rúmlega 130 milljarða á síðasta ári.

Þessar tölur eru byggðar á upplýsingum norska sjávarafurðaráðsins.