Grænlenski sjávarútvegsrisinn Royal Greenland skilar metafkomu á árinu 2012, að því er fram kemur á borsen.dk.
Hagnaður fyrir skatta var 180 milljónir DKK (4,1 milljarður ISK) á móti 131 milljón árið áður.
Veltan var 5 milljarðar DKK (114 milljarðar ISK) og jókst um 5% frá 2011.
Ekki er langt síðan Royal Greenland átti í miklum rekstrarerfiðleikum. Árið 2009 þurfti samstæðan að fá 500 milljónir DKK frá eigandanum, grænlensku heimastjórninni.