Frystitogarinn Guðmundur í Nesi RE sem Brim hf. gerir út kom inn til löndunar síðastliðinn föstudag með metaflaverðmæti, 141 milljón króna.

Túrinn tók 30 daga höfn í höfn og hefur skipið aldrei áður komið með slík verðmæti heim allt frá því það kom til landsins árið 2004.

Skipstjóri í veiðiferðinni var Kristján Guðmundsson.