Aflaverðmæti skipa í Maine-fylki í Bandaríkjunum fór yfir hálfan milljarð dollara árið 2012. Þetta er mesta aflaverðmæti í sögu fylkisins. Aflinn í tonnum talið hefur jafnframt aðeins einu sinni verið meiri frá árinu 1950.

Á árinu 2012 var aflinn 144 þúsund tonn af fiski og skelfiski og aflaverðmætið var 527,7 milljónir dollara, eða tæpir 64 milljarðar ISK. Besta árið þar á undan var árið 2012 sem skilaði 457 milljónum dollara í aflaverðmæti.

Þrátt fyrir aukin verðmæti batnaði hagur margra sjómanna ekki að sama skapi. Humarvertíðin var erfið og verð á humrinum hafði ekki verið lægra síðan 1994. Þá hefur útgerðarkostnaður aukist.

Frá þessu er greint á vefnum fis.com.