Smábátar settu enn eitt aflametið með veiðum sínum á síðasta fiskveiðiári.  Heildarafli þeirra endaði í 88.260 tonnum.  Aldrei í sögu smábátaútgerðarinnar hefur aflinn verið meiri, að því er fram kemur á vef LS.

Þorskur var 60% aflans eða 53.066 tonn.  Af ýsu veiddu þeir 12.321 tonn, steinbít 3.620 tonn og ufsa 2.571 tonn.  Þessar fjórar tegundir báru því uppi 81% heildaraflans.

Skipting aflans milli einstakra veiðikerfa var eftirfarandi:

• Krókaaflamarksbátar 72.145 tonn

• Strandveiðibátar 8.701 tonn

• Aflamarksbátar 7.375 tonn

Hlutdeild smábáta í heildarafla þorsks, ýsu og steinbíts á síðasta fiskveiðiári jókst frá því 2012 / 2013.  Þannig veiddu smábátar nú 24% alls þorsks, 34% ýsunnar og 52% af öllum steinbít sem hér var veiddur.

Alls lönduðu 1.118 smábátar afla á fiskveiðiárinu 2013 / 2014.

Skipting milli veiðikerfa og sérveiðileyfa var eftirfarandi:

Krókaaflamarkskerfi 630 bátar

Aflamarksbátar 145

• Strandveiðar 649 bátar

• Grásleppuveiðar 223

• Makrílveiðar 121

• Síld 34

Unnið upp úr gögnum frá Fiskistofu