Methagnaður varð hjá Royal Greenland á reikningsárinu 2013/2014. Félagið skilaði um 199 milljónum DKK í hagnað fyrir skatta (tæpum 4,1 milljarði ISK). Hagnaðurinn jókst um 31 milljón DKK frá reikningsárinu á undan.
Veltan á reikningsárinu var um 4,9 milljarðar DKK (um 100 milljarðar ISK) en var um 5,3 milljarðar 2012/2013. Samdrátturinn skýrist af því að félagið seldi á árinu verksmiðju í Wilhelmshaven í Þýsklandi. Starfsmenn Royal Greenland eru 1.906 þar 979 á Grænlandi.
Vaxtaberandi skuldir Royal Greenland hafa lækkað umtalsvert. Þær voru 897 milljónir DKK (18,4 milljarðar ISK) í lok reikningsársins 2013/2014 en voru 1,4 milljarðar 2012/2013.
Royal Greenland greiddi 80 milljónir DKK (1,6 milljarða ISK) í veiðigjöld á árinu. Sjá nánar fréttatilkynningu um afkomu Royal Greenland HÉR .