Eins og undanfarin ár var mestum uppsjávarafla landað í Neskaupstað, eða 179.827 tonnum á síðasta ári. Næstmestum afla var landað í Vestmannaeyjum, eða 106.154 tonnum, og því næst kemur Vopnafjörður með 86.474 tonn.

Heildarafli sem landað var í uppsjávartegundum í íslenskum höfnum á síðsta ári nam 723 þúsund tonnum sem er umtalsverður samdráttur miðað við árið 2013 en þá komu 924 þúsund tonn á land. Sjá nánar á vef Fiskistofu .