Reykjavík er sú höfn á landinu þar sem mestum bolfiskafla var landað á síðasta ári eða tæplega 95.000 tonnum. Næst á eftir kemur Grindavík sem er þó tæplega hálfdrættingur við höfuðstaðinn en þar voru 36.000 tonn af bolfiski lögð á land.

Fiskstofa birtir á vef sínum upplýsingar um landaðan botnfisk eftir höfnum og landsvæðum á tímabilinu frá 1993 til 2009. Þar kemur fram að árlega síðustu a.m.k sautján árin hefur mestum bolfiskafla verið landað í Reykjavíkurhöfn.

Sjá nánar HÉR