Reykjavíkurhöfn er að venju sú höfn þar sem mestum botnfiskafla er landað. Á nýliðnu ári var 96.500 tonnum landað þar. Þetta er aukning frá árinu áður um rúm 6.500 tonn. Önnur stærsta löndunarhöfnin í botnfiski er Grindavík með 43.630 tonn. Það er einnig aukning frá fyrra ári.
Aukning er á lönduðu magni botnfisks á flestum höfnum Vestfjarða. Meðal annars jókst landaður afli á Þingeyri um 62% eða úr 2.692 tonn í 4.349 tonn og á Ísafirði um 55% úr 12.458 tonnum í 19.370 tonn.
Sjá nánar á vef Fiskistofu