ff

Krókaaflamarksbáturinn Bíldsey SH kom fyrir nokkru síðan með 22,5 tonn að landi. Þetta er mesti afli sem krókaaflamarksbátur hefur landað eftir einn róður, að því er fram kemur á vefnum aflafrettir.com. Fyrra metið átti Dögg SU sem landaði í fyrra 22,3 tonnum.

Afli Bíldseyjar fékkst í Litladýpi á 16 rekka að 19.600 króka. Ef reiknað er með 450 krókum í bala eru þetta 517 kíló að meðaltali á bala. Uppistaðan í aflanum var stór og góður þorskur en meðalþyngdin var 7 kíló. Bíldsey er lengsti og stærsti krókaaflamarksbátur landsins.

Sjá nánar á http://www.aflafrettir.com/blog/2012/08/17/626774/