Íslensku fiskmarkaðirnir seldu fyrir 1.622 milljónir króna í nýliðnum nóvembermánuði sem er mesta sala í þeim mánuði frá upphafi markaðanna.
Næst söluhæsti nóvembermánuður var árið 2006 þegar selt var fyrir 1.198 milljónir.
Seld voru 7.612 tonn í mánuðinum sem er rétt undir meðallagi. Mest magn var selt í nóvember 1995 eða 10.149 tonn.
Frá þessu er skýrt á vef Reiknistofu fiskmarkaða. Sjá nánar skýringarmyndir HÉR .