Evrópsk yfirvöld hafa lagt hald á um 1.100 tonn af ólöglegum fiski sem landað var í Las Palmas á Kanaríeyjum. Þetta er stærsta aðgerð til þessa í herferð ESB gegn löndun á fiski sem er veiddur ólöglega.

Stofnanir á vegum ESB fullyrða að þessi fiskur hafi verið veiddur af skipum sem stunduðu sjóræningjaveiðar undan ströndum Vestur-Afríku og notuðu þar að auki börn sem þræla um borð. Aflaverðmæti þessa ólöglega afla er metið á meira en 4 milljónir punda, eða um 750 milljónir íslenskra króna. Aflinn fannst um borð í þremur skipum sem sigldu undir fánum, Suður-Kóreu, Panama og Kína.

Dreifa átti ólöglega fiskinum í gegnum fiskkaupendur á Spáni og selja hann í páskavikunni. Þá er að jafnaði mikill skortur á fiski.

Heimild: www.thefishside.com