Mælingar á íslensku sumargotssíldinni standa enn yfir og lýkur þeim væntanlega í vikunni. Mest hefur fundist af síld vestur af landinu, að því er Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs hjá Hafrannsóknastofnun, sagði í samtali við Fiskifréttir.

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson fór út í gær eftir stutt brælustopp til að ljúka við mælingar á síldinni. Í síðustu viku var svæðið vestur af landinu kannað. Einnig var farið austur í Breiðamerkurdýpi. Nú verður svæðið grynnra í Jökuldýpi kannað og einnig við Vestmannaeyjar.

Sjá nánar um síldarleiðangurinn í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.