Menntastefna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var kynnt á ársráðstefnu samtakanna sem haldin var fyrir helgina. Einn burðarstólpa þeirra stefnu er vefur sem fengið hefur nafnið Menntanet sjávarútvegsins og finna má á vefsíðunni menntanet.is .
Menntanetið er vefsvæði sem gefur yfirlit yfir aðgengilegt fræðslu- og kynningarefni, námsleiðir og gagnlegar vefsíður innan sjávarútvegsins. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sjá um hýsingu og viðhald síðunnar en samráðsvettvangur Menntanetsins, sem skipuð er fulltrúum menntastofnanna og atvinnulífsins, velja inn efni og greina þörf fyrir vinnslu á nýju efni. Ætlunin er að fulltrúar samráðsvettvangsins hittist tvisvar á ári, eða á hverri skólaönn.
Markmið Menntanetsins er að auðvelda námsmönnum, kennurum, fræðimönnum og þeim sem starfa í sjávarútvegi að nálgast vandað efni sem tengist greininni. Menntanetið er einnig vettvangur fyrir útgefendur efnis að koma því á framfæri til síns notendahóps með einföldum hætti. Þá er það einnig hugsa til þess að miðla efni sem unnið er fyrir styrki úr Rannsóknarsjóði síldarútvegsins og úthlutað er árlega.
Sjá nánar á vef SFS.