Eskja og Biomar A/S í Noregi hafa nú í tvö ár staðið fyrir menningarviðburðum í heimahéröðum sínum – Myre í Vesterålen og á Eskifirði – undir heitinu Rytmeför. Hafa tónlistarmenn á vegum Eskju farið utan og haldið tónleika og norskir tónlistarmenn komið til Eskifjarðar á vegum Biomar.

Nú í ár fór fyrir hönd Eskju, Garðar Eðvaldsson, 19 ára saxafónleikari. Spilaði hann á þremur tónleikum í Myre, Sortland og Bö. Hefur þetta menningarsamstarf fyrirtækjanna vakið mikla athygli í N-Noregi sem og hér á landi þar sem þetta er óvanalegt að fyrirtæki hafi með sér slíkt samstarf.

Frá þessu er skýrt á vef Eskju .