Menn eru komnir af fiskum frekar en öpum er ályktun sem draga má af fræðsluþætti sem sýndur hefur verið í danska ríkissjónvarpinu. Þátturinn nefnist ,,Fisken í din krop” og þar er sagt frá atferlisrannsóknum á fiskum. Fram kemur að margt er líkt með fiskum og mönnum. Líkindin eru það mikil ekki er vafi á því að við eigum sameiginlega forfeður.

Í þættinum skýrir Erik Höglund frá DTU Aqua í Hirtshals frá rannsóknum sínum á atferli fiska og því hvernig sumt í gjörðum fiska minnir á okkur mennina. Til dæmis er nokkur líkindi milli þess hvernig heilinn í mönnum og fiskum bregst við stressi. Einnig kemur fram að fiskar hafa mismunandi persónuleika rétt eins og menn. Þáttinn má sjá á dr.dk/p1/Natursyn