Norðmenn fagna því að útflutningur þorskafurða hafi aldrei gengið jafnvel í upphafi árs og nú. Árið fer vel af stað í útflutningi á öllum hvítfiski.
Í janúar voru fluttar út afurðir af þorski, ufsa og ýsu fyrir 1,1 milljarð króna (20 milljarðar ISK). Magnið jókst um 10% frá sama tíma í fyrra og verð hefur einnig hækkað.
Verðmæti ferskra þorskafurða var alls 282,5 milljónir norskra króna í janúar. Það er 69% aukning frá sama mánuði í fyrra.
Að mangi til flutti Noregur út 93% meira af heilum ferskum, óunnum fiski. Nam sá útflutningur alls 8.775 tonnum. Verðið hækkaði um 3%, eða 0,67 krónur á kíló. Verðmæti ferskra þorskflaka var 53,4 milljónir sem er 23% aukning frá sama tíma í fyrra. Mælt í magni jókst þessi útfutningur um 19%.