Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur gefið út ráðgjöf fyrir veiðar á norsk-íslenskri síld, kolmunna og makríl á árinu 2016. Aukning er í síld en samdráttur í hinum tveimur tegundunum.

ICES leggur til að samkvæmt aflareglu verði veidd 317 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld á næsta ári en ráðgjöf fyrir árið í ár hljóðaði upp á 283 þúsund tonn.

Í kolmunna er lagt til að veidd verði 776 þúsund tonn miðað við 840 þúsund tonna ráðgjöf fyrir árið 2015.

Ráðgjöf ICES fyrir árið 2015 var á bilinu 831 til 906 þúsund tonn af makríl en lagt er til að aflamark í makríl verði 667 þúsund tonn á árinu 2016.

Þetta kemur fram í frétt á vef Hafrannsóknastofnunar .