Mun meira hefur veiðst af rauðmaga en á sama tíma í fyrra. Þegar framboð af rauðmaga jókst á fiskmörkuðum lækkaði verðið, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Alls hafa verið seld rúm 15 tonn af rauðmaga á mörkuðum frá áramótum að verðmæti um 2,1 milljón króna, samkvæmt upplýsingum á vef Rannsóknastofu fiskmarkaða. Meðalverðið var um 137 krónur á kíló. Til samanburðar má geta þess að alls voru seld 6,2 tonn á fiskmörkuðum á sama tíma í fyrra fyrir um 1,7 milljón. Meðalverðið þá var 277 krónur á kíló. Meðalverðið hefur því lækkað um helming á milli ára.