Á fyrsta ársfjórðungnum höfðu verið flutt út 2.200 tonn af ferskum ýsuflökum sem er 11% aukning frá því í fyrra. Verðmætin jukust hins vegar ekki að sama skapi aðeins um 5%, sem svarar til 5% verðlækkunar milli ára.

Magn ferskra þorskflaka minnkaði um 12% milli ára, 1.950 tonn flutt út á fyrsta ársfjórðungnum að verðmæti 1.850 milljóna. Betur gekk að ná fram verðhækkunum í þorski en ýsu því verð ferskra þorskflaka var 10% hærra nú en á sama tímabili 2007.

Þetta kemur fram á vef LS ( www.smabatar.is ) og er vísað í tölur Hagstofu Íslands.