Meira en helmingur af heildarkvóta Norðmanna í makríl hefur verið veiddur, að því er fram kemur í frétt á vef samtaka norskra útvegsmanna.

Makrílkvóti Norðmanna er tæplega 279 þúsund tonn í ár. Alls hafa verið veidd um 150 þúsund tonn, sem er um 54% kvótans. Þar af hafa nótaskipin veitt 99 þúsund tonn, eða 52% af kvóta í þessum skipaflokki.