Í tilefni þess að hinn 1. júlí síðastliðinn tók gildi fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína skipulagði Íslandsstofa, í samstarfi við íslenska sendiráðið í Kína og samtök heildsala á matvörumarkaði í Kína (CAWA), viðskiptasendinefnd íslenskra matvælaframleiðenda til Peking dagana 25.-28. júní.

Í frétt á vef Íslandsstofu segir að megináhersla hafi verið lögð á að koma á framfæri íslenskum sjávarafurðum og kynna ábyrgar fiskveiðar Íslendinga. Gunnar Bragi Sveinssonar utanríkisráðherra átti m.a. fundi með fjölmörgum háttsettum kínverskum aðilum í heimsókn sinni til Kína

Sendinefndin kynnti sér m.a. starfsemi fiskmarkaða og fundaði með forsvarsmönnum þeirra, ásamt því að skoða hvernig staðið er að smásölu á hágæða innfluttri matvöru. Í Kína er kæli- og frystitækni skammt á veg komin og því er þurrkun á fiskafurðum og öðrum matvælum mjög algeng. Á fiskmarkaðinum sem heimsóttur var mátti sjá mikið úrval alls kyns þurrkaðra afurða, m.a. sæbjúgu og sundamaga sem í dag er flutt út frosið frá Íslandi. Algengt er að sæbjúgum og sæeyrum sé pakkað í myndarlegar gjafaöskjur og seldar m.a. á fínustu hótelum í Kína á mjög háu verði. Umbúðir skipta Kínverja miklu máli og geta Íslendingar örugglega þróað afurðir sínar enn frekar til að mæta markaðskröfum og fá þannig hærra verð fyrir sínar afurðir.

Sjá nánar á vef Íslandsstofu.