Íslendingar og Norðmenn hafa ákveðið reglur um loðnuveiðar Norðmanna í íslenskri lögsögu í vetur.
Norsk skip hafa samkvæmt því rétt á að veiða 34.500 tonn af loðnu í íslensku lögsögunni. Undirbúningur er í gangi að hefja veiðarnar.
Frá þessu er greint á vef samtaka norskra útvegsmanna.