Samkvæmt skýrslu stjórnvalda í Skotlandi eru þrír af hverju tíu sjómönnum á skoskum bátum útlendingar. Flestir erlendu sjómannanna koma frá Filippseyjum, Ghana, Rúmeníu eða Lettlandi.
Einnig kemur fram í skýrslunni að meðallaun skoskra sjómanna séu 31 þúsund pund á ári (4,3 milljónir ISK). Á stærstu bátunum fóru launin í allt að 117 þúsund pund (16 milljónir ISK). Á minni bátunum voru launin hins vegar mun lægri eða innan við 6 þúsund pund (830 þúsund ISK).
BBC greindi frá.