Meðalafli í róðri á strandveiðum í maímánuði varð meiri að þessu sinni en hann hefur verið síðastliðin þrjú ár. Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda. Meðaflinn í ár var 601 kíló samanborið við 527 kg í fyrra. Aukningin er 14%. Í hittifyrra var maíaflinn að meðaltali  521 kg og árið þar áður 469 kíló fyrir þremur árum.

Sjá nánar á vef LS.