Þegar níu veiðidagar voru liðnir af strandveiðitímabilinu var afli samtals á svæðunum fjórum 1.166 tonn. Fjöldi landana var þá orðinn 2.109. Meðalafli í hvers róðurs er því 553 kg.

Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda, þar sem reglulegar uppfærslur um gang strandaveiða verða birtar í allt sumar.

Þar kemur fram að útgefin leyfi eru flest á svæði A, alls 196 talsins, þar af eru 184 leyfi í notkun. Á svæði B eru útgefin leyfi 102 og 89 í notkun, 92 á svæði C og 73 í notkun og loks 91 útgefið leyfi á svæði D og 77 í notkun.

Mestur er aflinn á svæði A þar sem hann er kominn í 698 tonn. Svæðinu var lokað í dag og opnar aftur 1. Júní. Þar er afli á hvern bát 3,79 tonn en næstmestur er hann á svæði B, þar sem heildaraflinn er 384 tonn og afli á hvern bát 2,21 tonn.