Það er ekki ofsögum sagt af mokveiði handfærabáta á makríl á þessari vertíð. Alls hafa veiðst 8.363 tonn á 51 bát sem gerir 164 tonn að meðaltali. Þetta er allt að því þrefalt meiri meðalafli á bát en áður hefur gerst.

Næststærsta árið var 2014 en þá veiddi 121 færabátur samtals 7.466 tonn sem gerði 62 tonn að meðaltali á bát.

Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda. Þar er vakin athygli á því að frá árinu 2010 hafi veiðst rúmlega milljón tonn af makríl, þar af 25.000 tonn á handfæri. Útflutningsverðmæti makrílafurða, að mjöli undanskildu, á árabilinu 2010-2015 nam 110 milljörðum króna.

Sjá nánar á vef LS