Færeyska uppsjávarskipið Fagraberg er á leiðinni til Íslands með rúm 3.000 tonn af kolmunna sem skipið fékk á tæpum þremur sólarhringum, að því er Högni Hansen skipstjóri segir í viðtali við færeyska vefinn jn.fo.

Aflanum verður landað annað hvort í Neskaupstað eða á Seyðisfirði, segir í fréttinni. Veðrið á leiðinni, vestur af Munkagrunni, var gott í gær, segir á vef færeyska útvarpsins.