Frystitogarinn Venus HF kom til hafnar í Reykjavík í gær úr sinni síðustu veiðiferð fyrir HB Granda en fyrr á árinu var ákveðið að fækka frystitogurum félagsins um tvo, leggja Venusi og breyta Helgu Maríu AK í ísfiskskip.

Rúmlega 40 ár eru liðin frá því að Venus kom fyrst til landsins, þá undir nafninu Júní HF, og meðal þeirra sem sigldu skipinu heim var núverandi skipstjóri, Guðmundur Jónsson, sem þá var fyrsti stýrimaður á hinum nýja togara.

Sjá nánar um sögu skipsins á vef HB Granda