Eins og áður hefur komið fram var meðalverð á mörkuðunum mjög hátt í nóvember.

Keila hækkaði mest milli ára. Meðalverð á henni var 130,86 kr/kg sem er 72% hærra en í nóvember 2007. Meðalverð á ufsa var 118,05 sem er 71% hækkun milli ára.

Meðalverð á þessum tegundum hefur aldrei verið eins hátt í einum mánuði og fór í fyrsta skipti yfir 100 kr/kg í október sl.

Sjá nánar á vef Reiknistofu fiskmarkaða, HÉR .