Fyrstu sex mánuði ársins 2010 voru seld 54.000 tonn af fiski á íslensku fiskmörkuðunum samanborið við 60.200 tonn á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn nam 9% milli ára. Eigi að síður jókst söluverðmætið úr 10,9 milljörðum króna í 14,9 milljarða eða um rúmlega þriðjung.
Meðalverð á fiskmörkuðunum á fyrri helmingi síðasta árs var 181 krónur kílóið en var 276 krónur á kílóið á sama tímabili á þessu ári. Meðalverðið hefur sem sagt hækkað um 52% milli árar.