Um 1.400 McDonald’s veitingastaðir eru í Kanada. Staðirnir leggja nú aukna áherslu á að hafa fiskmeti á matseðlinum til að laða að fleiri viðskiptavini, að því er fram kemur á vef Undercurrent News.
Boðið er upp á rétti með risarækju og humri og virðast þeir hafa slegið í gegn. „Við höfum vissulega haslað okkur völl í viðskiptum með sjávarafurðir,“ segir talsmaður McDonald’s í Kanada. Fleiri skyndibitakeðjur hafa fetað í fótspor McDonald’s. Nú býður Subway upp á humarbáta. Harvey’s veitingastaðirnir hafa einnig sett þorsksamlokur á matseðilinn.
McDonald’s er nú stærsti einstaki kaupandi á sjávarafurðum í Kanada. Nýlega var tilkynnt að réttir úr alaskaufsa yrðu fáanlegir á McDonald’s stöðum. Sjá nánar hér .