McDonalds hamborgaraveldið segir að viðskiptum fyrirtækisins sé beint til þeirra sem veiða fisk á sjálfbæran hátt.
McDonalds kaupir um það bil 50 þúsund tonn af hvítfiski á ári sem notaður er í fiskborgara og fleiri rétti. Forsvarsmenn McDonalds segjast vilja leggja sitt að mörkum til að hjálpa birgjum, ef á þarf að halda, til að stunda heilbrigðar og ábatasamar fiskveiðar. Fyrirtækið hefur unnið með alþjóðlegum samtökum við að þróa leiðbeiningar um sjálfbærar fiskveiðar.
Á síðustu fimm árum hefur McDonalds beint kaupum á um 18 þúsund tonnum af fiski frá aðilum sem ekki gátu uppfyllt skilyrði um langtímaplan um umhverfisvænar veiðar.
Heimild: fis.com