Mikillar sölutregðu hefur gætt á þurrkuðum og frosnum sæbjúgum til Kína allt frá síðasta vori. Þetta má rekja til kaupmáttarrýrnunar í landinu og sæbjúgu eru þannig vara að efnahagsáhrifanna gætir mikið við sölu á þeim. Kína er nánast eini markaðurinn fyrir sæbjúgu sem veidd eru við Ísland. Þurrkuð sæbjúgu hafa verið vinsæl sem gjafavara við hátíðleg tilefni eins og í nýárs- og brúðkaupsgjafir. Auk þess hefur salan verið meiri til veitingastaða en heimila.

„Þetta er því vara sem tekur þyngra högg en margar aðrar þegar efnahagserfiðleikar eru í landinu,“ segir Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness-VERS.

Vilja rýmri heimildir til yfirfærslu

Vegna markaðsástandsins var dregið úr veiðum hjá Hafnarnesi-VER í sumar og þær stöðvaðar. Ólafur segir að við þessar aðstæður komi berlega í ljós sú mismunun sem sæbjúgnaveiðar búa við af hálfu stjórnvalda. Í öðrum tegundum hafa heimildir til færslu yfir á næsta fiskveiðiár verið rýmri þegar upp hafa komið aðstæður sem útgerðir hafa ekki stjórn á. Dæmi um þetta var í sjómannaverkfallinu 2017 þegar útgerðum var heimilt að færa 30% af aflaheimildum yfir á næsta ár. Heimilt hefur verið að færa 5% af aflaheimildum í sæbjúgum milli fiskveiðiára. Í ljósi aðstæðna í sölumálum á sæbjúgum var send inn beiðni til stjórnvaldsins um rýmri heimildir til færslu yfir á næsta ár. Svar barst eftir sjö vikur „Það tók ráðuneytið sjö vikur að svara erindinu. Svarið barst einni viku fyrir kvótaáramótin og beiðninni var hafnað. Ég sendi inn aðra beiðni fyrir mánaðamótin ágúst-september og þeirri beiðni hefur ekki verið svarað ennþá. Það er frost á markaðnum og það verða erfiðleikar áfram. En það mun koma uppsveifla seinna. En þetta er dæmi um það að stjórnkerfið vinnur ekki með fyrirtækjunum. Og það einkennilega við þetta mál er að Hafrannsóknastofnun veitti jákvæða umsögn um rýmri heimildir fyrir geymslu á milli ára en ráðuneytið hafnaði því engu að síður þrátt fyrir að vísindamennirnir hefðu lagt blessun sína yfir þetta,“ segir Ólafur.

Mikillar sölutregðu hefur gætt á þurrkuðum og frosnum sæbjúgum til Kína allt frá síðasta vori. Þetta má rekja til kaupmáttarrýrnunar í landinu og sæbjúgu eru þannig vara að efnahagsáhrifanna gætir mikið við sölu á þeim. Kína er nánast eini markaðurinn fyrir sæbjúgu sem veidd eru við Ísland. Þurrkuð sæbjúgu hafa verið vinsæl sem gjafavara við hátíðleg tilefni eins og í nýárs- og brúðkaupsgjafir. Auk þess hefur salan verið meiri til veitingastaða en heimila.

„Þetta er því vara sem tekur þyngra högg en margar aðrar þegar efnahagserfiðleikar eru í landinu,“ segir Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness-VERS.

Vilja rýmri heimildir til yfirfærslu

Vegna markaðsástandsins var dregið úr veiðum hjá Hafnarnesi-VER í sumar og þær stöðvaðar. Ólafur segir að við þessar aðstæður komi berlega í ljós sú mismunun sem sæbjúgnaveiðar búa við af hálfu stjórnvalda. Í öðrum tegundum hafa heimildir til færslu yfir á næsta fiskveiðiár verið rýmri þegar upp hafa komið aðstæður sem útgerðir hafa ekki stjórn á. Dæmi um þetta var í sjómannaverkfallinu 2017 þegar útgerðum var heimilt að færa 30% af aflaheimildum yfir á næsta ár. Heimilt hefur verið að færa 5% af aflaheimildum í sæbjúgum milli fiskveiðiára. Í ljósi aðstæðna í sölumálum á sæbjúgum var send inn beiðni til stjórnvaldsins um rýmri heimildir til færslu yfir á næsta ár. Svar barst eftir sjö vikur „Það tók ráðuneytið sjö vikur að svara erindinu. Svarið barst einni viku fyrir kvótaáramótin og beiðninni var hafnað. Ég sendi inn aðra beiðni fyrir mánaðamótin ágúst-september og þeirri beiðni hefur ekki verið svarað ennþá. Það er frost á markaðnum og það verða erfiðleikar áfram. En það mun koma uppsveifla seinna. En þetta er dæmi um það að stjórnkerfið vinnur ekki með fyrirtækjunum. Og það einkennilega við þetta mál er að Hafrannsóknastofnun veitti jákvæða umsögn um rýmri heimildir fyrir geymslu á milli ára en ráðuneytið hafnaði því engu að síður þrátt fyrir að vísindamennirnir hefðu lagt blessun sína yfir þetta,“ segir Ólafur.