Norska sjávarafurðaráðið telur að sé rétt að farið geti Norðmenn verið farnir að flytja út allt að 20.000 tonn af þorski til Kína innan þriggja til fimm ára. Þetta yrði þá um 5% heildarþorskaflans í Noregi. Ráðið segir að tekjur vegna þess gætu numið á bilinu 3 til 5 milljörðum NOK, 55 til 90 milljörðumÍSK.

Kína er áttundi stærsti markaður fyrir norskar sjávarafurðir. Á síðasta ári fluttu þeir út sjávarafurðir til Kína fyrir rúma 43 milljarða ÍSK.

Ekki eru allir jafn bjartsýnir á framtíð þorskútflutnings til Kína. Í leiðara FiskeribladetFiskaren er spurt hvort norska sjávarafurðarráðið hafi gleymt því að pólitískur ágreiningur hafi verið milli þjóðanna allt frá því kínverski andófsmaðurinn  Liu Xiaobo hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2010. Ólíklegt sé að Norðmenn fái aðgang að kínverskum markaði með þorskafurðir sínar fyrr en ágreiningur þjóðanna hafi verið leystur.