Á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda er vakin athygli á áhugaverði ráðstefnu á Vestfjörðum. Þar verður fjallað um rannsóknir og þróun í sjávarútvegi ásamt gæða og markaðsmálum sjávarútvegs. Sérstök áhersla verður lögð á vestfirskan sjávarútveg og samkeppnishæfni.

Ráðstefna undir yfirskriftinni „Markaðsmál sjávarútvegs í ljósi rannsókna og þróunar“ verður haldin á Ísafirði á morgun föstudaginn 6. september. Ráðstefna hefst kl 10:00 með ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Þróunarsetur Vestfjarða hýsir ráðstefnuna, sem er öllum opin meðan húsrúm leyfir.

Sjá dagskrá