„Markaðshorfur fyrir makríl og síld eru ágætar svona heilt. Ég hef engar stórar áhyggjur,“ segir Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood í samtali við Fiskifréttir en nú fer í hönd aðal veiði- og sölutími þessara fisktegunda.

Að sögn Teits hefur framboð á síld minnkað vegna samdráttar í veiðum og því má búast við að verð haldist nokkuð hátt. Meiri óvissa ríkir um makrílinn því afli fer vaxandi og gríðarlegt framboð er af þessum fiski í heiminum. Teitur segir að ómögulegt sé að spá um verð á honum fyrr en veiðar séu komnar vel í gang.

Þrátt fyrir stórauknar veiðar á makríl á síðasta ári og óvissuástand í helstu markaðslöndunum gekk furðuvel að selja afurðirnar í fyrra.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.