Þrátt fyrir stórfellda aukningu þorskkvótans í Barentshafi og efnahagsþrengingar í markaðslöndunum hefur gengið alveg þokkalega að sela þann gula, að því er Helgi Anton Eiríksson forstjóri Iceland Seafood segir í viðtali í nýjustu Fiskifréttum. Umtalsverð verðlækkun á þorskafurðum hefur ýtt undir aukna sölu.
,,Þótt vissulega hafi þyngst undir fæti í markaðsstarfinu og meira þurfi að hafa fyrir hlutunum en áður er hreint ekki hægt að segja að horfurnar séu alls staðar dökkar, þvert á móti. Að sjálfsögðu hefur orðið veruleg verðlækkun sem meta mætti sem 15-20% þegar á heildina litið en hún er þó mjög mismunandi eftir vöruflokkum.
Hins vegar hafa markaðirnir í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum tekið alveg bærilega við auknu framboði og það er áfram hreyfing á sölu saltaðra afurða í Suður-Evrópu,“ segir Helgi.
Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.