Mjög góð reynsla er af notkun flottrollshlera á veiðum togara með botntroll en fimm ár eru liðin frá því að þessi nýjung var reynd um borð í íslenskum togara, Barða NK frá Neskaupstað, segir á vef Hampiðjunnar.
Síðan hefur togurum fjölgað ár frá ári og nú eru allir Austfjarðatogararnir farnir að nota þessa aðferð. Þá hefur Kaldbakur EA einnig verið með flottrollshlera við botntrollið að undanförnu Af öðrum má nefna tvo togara HB Granda, Sturlaug H. Böðvarsson AK og Þerney RE, og áhafnir á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK og Vestmannaey VE hafa notað flottrollshlera á botntrollsveiðum sl. fjögur ár með góðum árangri.
Fyrstu prófanir lofuðu strax góðu því í ljós kom að notkun flottrollshleranna í stað hefðbundinna botntrollshlera kom síður en svo niður á veiðihæfninni. Helstu kostirnir eru sagðir þeir að hlerarnir fari mjög sjaldan í botn á togi. Trollið rifni síður og flottrollshlerar séu léttari í drætti sem dragi úr olíueyðslu.
Sjá nánar frétt á vef Hampiðjunnar .