Margir sjómenn hafa ekki snúið til vinnu á sjó eftir verkfall vegna lágs fiskverðs og lækkandi tekna, segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins í viðtali í nýjustu Fiskifréttum. Þeir hafi verið komnir með vinnu annars staðar og telji sig hafa það betra í landi en á sjó.

„Mestu þrælakisturnar úti á sjó eru línubátarnir. Þar er mesta vinnan og um leið lægstu launin. Okkur sýnist þetta gerast fyrst á línubátunum og þá sérstaklega þeim sem eru kvótalitlir. Menn hafa treyst því að geta verið 15 daga á sjó og haft það ágætt en nú dugar það ekki,“ segir Valmundur.

Sjá nánar í Fiskifréttum