Málþing um kvótakerfið og veiðigjald verður haldið í Hátíðasal Háskóla Íslands mánudaginn 14. október kl. 17-18.30. Málþingið er haldið í minningu Árna Vilhjálmssonar prófessors sem lést fyrr á þessu ári.
Eftirfarandi erindi verða haldin:
Prófessor Ralph Townsend: The Case for the Quota System in Fisheries.
Prófessor Ragnar Árnason: Um sérstök gjöld á sjávarútveg.
Dr. Gunnar Haraldsson: Fiskveiðistefna Evrópusambandsins - Reynsla og horfur.
Prófessor Hannes H. Gissurarson: Eignarréttur á auðlindum - siðferðileg og stjórnmálaleg sjónarmið.
Fundarstjóri: Dr. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.
Á málþinginu verður Háskólanum afhent brjóstmynd af Árna Vilhjálmssyni, sem Gerður Gunnarsdóttir myndhöggvari gerði og Hvalur hf. gefur. Eftir fundinn verður móttaka kl. 18.30-19.30.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Árni Vilhjálmsson var ekki aðeins virtur og vinsæll fræðimaður og kennari, heldur líka ötull og áræðinn frumkvöðull. Hann sat í stjórnum Granda, Flugleiða, Hampiðjunnar, Landsbankans og margra annarra fyrirtækja og félaga.