Gengið hefur verið frá samningum við Alkor skipasmíðastöð í Póllandi um breytingar og endurbætur á Málmey SK-1 . Áætlað er að skipið verði komið til Póllands um miðjan september n.k. og verklok áætluð um miðjan nóvember. Að lokinni siglingu heim, tekur við niðursetning á nýjum búnaði á vinnsludekki skipsins og er vonast til að skipið verði klárt til veiða á ný í ársbyrjun 2015.
Að loknum þessum endurbótum og breytingum er gert ráð fyrir að í framhaldinu verði skipið gert út sem ísfiskskip , en ekki flakafrystiskip eins og verðið hefur. Þar af leiðir að starfsmönnum FISK á sjó mun fækka, en fjölga að sama skapi í landvinnslu fyrirtækisins, að því er segir í frétt á vef fyrirtæksins.