Harka hefur færst í málatilbúnað vegna fjárhagserfiðleika spænska sjávarútvegsrisans Pescanova sem nýlega sóttu um ereiðslustöðvun. Nú hafa hluthafar sem eiga minnihluta í félaginu hafið málaferli og krefjast þess að stjórnarmenn þess verði dæmdir í allt að sex ára fangelsi fyrir meinta fyrirtækjaglæpi, svo sem rangfærslur á ársreikningum, svik og óeðlilega stjórnunarhætti.
Einnig er stjórnarmönnum gefið að sök að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar svo ákveðnir aðilar gætu seld hluti sína áður en fundur með lánardrottnum var haldinn þar sem upplýst var um slæma stöðu fyrirtækisins.
Pescanova er þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu með 10 þúsund manns í vinnu og gerir út 100 frystitogara víða um höf. Auk þess er fyrirtækið umsvifamikið í fiskeldi, aðallega í Evrópu og Suður-Ameríku.