Áfram reyna veiðiþjóðir uppsjávarfisks í Norðaustur-Atlantshafi að ná samkomulagi um kvótaskiptingu fyrir næsta ár. Í þessari viku er röðin komin að makrílnum og verður fundað í bænum Clonakilty á Írlandi.

Í síðustu viku var rætt um norsk-íslenska síld og kolmunna án niðurstöðu um kvótaskiptingu. Áfram verður haldið í næsta mánuði.