Í dag hefjast í London strandríkjaviðræður um heildarmakrílkvótann á komandi ári og skiptingu hans milli þjóða.

Sem kunnugt er náðist samkomulag milli ESB, Noregs og Færeyja um stjórn veiðanna á yfirstandandi ári en Ísland og Grænland urðu ekki aðilar að því samkomulagi.

Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt til að heildaraflinn á næsta ári verði á bilinu 831-906 þúsund tonn en veiðiráðgjöfin fyrir árið 2014 var 927-1.011 þúsund tonn.

Aflinn á þessu ári verður hins vegar yfir ein og hálf milljón tonna því samningsþjóðirnar Noregur, Færeyjar og ESB settu sér alls 1.240 þúsund tonna kvóta, veidd voru 78.000 tonn við Grænland, kvóti Íslands var 154.000 tonn og þá eru veiðar Rússar ótaldar.