Makrílvertíðin er komin í fullan gang og eru skipin að veiðum ýmist úti fyrir Suðausturlandi eða fyrir sunnan og suðvestan land. Vinnslan á sjó og í landi gengur vel.

,,Vinnslan í landi gengur prýðilega. Núna er 8-10 tíma stím frá miðunum til lands og við höfum náð að vinna allan aflann innan við sólarhrings gamlan frá því að hann kom um borð í veiðiskipið. Það getur ekki verið betra,” segir Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í samtali við Fiskifréttir, en veiðisvæði bátanna hefur verið 80-110 mílur suðaustur af landinu.

Önnur skip hafa verið að veiðum fyrir sunnan og suðvestan landið og er nýlunda að makrílveiðar séu stundaðar á þeim slóðum. Þar er meðal annars um að ræða skip frá Ísfélagi Vestmannaeyja og Vinnslustöðinni og er makríll unninn til manneldis í báðum fyrirtækjunum.

Sjá nánar um makrílveiðar og – vinnslu í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.