Það lítur út fyrir að makrílvertíðin í ár verði ívið gjöfulli en vertíðin í fyrra, að mati Teits Gylfasonar sölustjóra Íslenskra sjávarafurða.

Nýjustu tölur Hagstofu Íslands um útflutningsverðmæti ná til ágústloka en þá nam verðmæti makrílafurða 11,9 milljörðum króna samanborið við 10,9 milljarða á sama tíma í fyrra. Heildarverðmæti makrílsins í fyrra nam 19,5 milljörðum króna og giskar Teitur á að verðmætin í ár verði öðru hvoru megin við 21 milljarð króna.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.