Makrílveiðar eru hafnar í grænlenskri lögsögu. Í Fiskifréttum í dag kemur fram að uppsjávarskipið Polar Amaroq, sem Síldarvinnslan á þriðjung í, sé komið á miðin við Grænland, svo og eitt annað grænlenskt skip og tvö kínversk. Fleiri skip munu svo bætast við á næstu dögum.
Til tals hefur komið að Guðmundur í Nesi RE fari til makrílveiða á Grænlandsmið og ef til vill fleiri íslensk skip.