Huginn VE hefur hafið makrílveiðar, fyrstur íslenskra skipa á þessari vertíð, og landaði tæpum 380 tonnum í Vestmannaeyjum á mánudaginn, að því er fram kemur í Fiskifréttum í dag. Aflann fékk skipið um 20 mílur sunnan við Vestmannaeyjar. Búast má við að fleiri skip leggi af stað síðar í vikunni eða um helgina.

„Ég hef það á tilfinningunni að makríllinn sé fyrr á ferðinni núna en á síðasta ári,“ segir Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri á Hugin VE. "Við höfum reyndar ekki farið víða en höfum heyrt sögur af makrílvöðum bæði við Eyjar og vestur af landinu."

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.