Færeysk stjórnvöld munu gefa út reglugerð um makríl- og síldveiðar í dag og þá má nótaskipaflotinn hefja veiðar.
Skip í öðrum skipaflokkum verða hins vegar að hinkra við fram til 21. júlí.
Þetta kemur fram á vef færeyska útvarpsins.
Færeyski makrílkvótinn í ár er 156.000 tonn.